GSG býður fjölbreytt úrval af skiltum, bæði framleiðslu og uppsetningu.
Við höfum tök á að bjóða upp á allar gerðir skilta en algengustu gerðir eru eftirfarandi:
- Bannskilti
- Upplýsingaskilti
- Umferðarskilti
- Ljósaskilti
- Fræst skilti
- Skilti með logo eða nafni fyrirtækja
- Skilti með bílnúmeri eða húsnúmeri
- Skilti merkt einstaklingi eða starfsheiti
Uppsetning skilta getur verið mjög mismunandi eftir aðstæðum. Við metum hverju sinni hvernig er best að koma skiltum fyrir á hverjum stað.
Algengt er að reka niður staur og hengja skiltið á staurinn, einnig er algengt að skilti séu boruð í vegg eða á kant eftir því sem við á.
Upp hafa komið skemmtilegar aðstæður í þessum efnum og þá er krefjandi fyrir okkur að finna bestu lausnina í samráðivið viðskiptavininn hverju sinni.